Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 27. maí 2021 09:10
Elvar Geir Magnússon
Liverpool og Leicester að vinna í leikmannamálum
Powerade
Fer Kabak til Leicester?
Fer Kabak til Leicester?
Mynd: Getty Images
Rodrigo de Paul er orðaður við Liverpool.
Rodrigo de Paul er orðaður við Liverpool.
Mynd: Getty Images
Raphinha.
Raphinha.
Mynd: Getty Images
Zidane, Bale, Tielemans, Soumare, Konate, Abraham, Raphinha, Coutinho og fleiri í slúðurpakka dagsins. BBC tók saman allt það helsta.

Zinedine Zidane tilkynnti leikmönnum sínum í Real Madrid í gær að hann hefði ákveðið að láta af störfum sem stjóri liðsins. (AS)

Umboðsmaður Gareth Bale (31) segir það algjört kjaftæði að velski landsliðsmaðurinn ætli að hætta eftir EM og einbeita sér að golfi. (TalkSport)

Youri Tielemans (24), miðjumaður Leicester, er á blaði hjá Liverpool ef þeir ætla að fylla skarð Wijnaldum. (Het Nieuwsblad)

Leicester er nálægt því að gera 18 milljóna punda samning við franska félagið Lille um miðjumanninn Boubakary Soumare (22). (Sky Sports)

Leicester gæti gefið tyrkneska miðverðinum Ozan Kabak (21), möguleika á því að halda sér í ensku úrvalsdeildinni. Kabak var hjá Liverpool á láni seinni hluta tímabils en þeir rauðu ætla ekki að reyna að halda honum. (Mirror)

Liverpool hefur gert samkomulag um að fá franska varnarmanninn Ibrahima Konate (22) frá RB Leipzig á fimm ára samningi. (ESPN)

Vonir Liverpool um að fá argentínska miðjumanninn Rodrigo de Paul (27) frá Udinese hafa aukist þar sem AC Milan hefur minni áhuga en áður. (Express)

Chelsea og Borussia Dortmund hafa rætt um Tammy Abraham (23) og Callum Hudson-Odoi (20) sem gætu mögulega farið til Þýskalands. (90min)

West Ham getur mögulega ekki gengið að 40 milljóna punda verðmiða Chelsea á Abraham. (TeamTalk)

Að Dortmund sé að reyna að fá Hudson-Odoi gæti greitt leiðina fyrir Manchester United að fá Jadon Sancho (21). (Mirror)

Brasilíski vængmaðurinn Raphinha (24) segist ekki vera að hugsa um að yfirgefa Leeds United en hann hefur verið orðaður við Manchester United og Liverpool. (Metro)

Ensk úrvalsdeildarfélög þurfa að bíða þar til í júlí áður en þau geta reynt að fá Philippe Coutinho (28) frá Barcelona. Arsenal og Everton eru meðal félaga sem hafa áhuga. (Sky Sports)

Enski markvörðurinn Sam Johnstone (28) segir að framtíð sín sé í höndum West Brom en hann hefur verið orðaður við Leeds og West Ham. (the i)

Antonio Conte yfirgaf Inter vegna fjárhagsvandræða félagsins en stefnan er að selja leikmann eða leikmenn fyrir 80 milljónir evra í sumar til að létta á stöðunni. (Guardian)

Simone Inzaghi, stjóri Lazio, mun líklega taka við af Conte hjá Inter. (Sky Sports)

Markvörðurinn Gianluigi Donnarumma (22) hjá AC Milan hefur verið orðaður við Manchester United og Chelsea en hann mun fara á frjálsri sölu þegar glugginn opnar. (Sun)

Úlfarnir hafa sagt stuðningsmönnum að þeir þurfi ekki að hafa áhyggjur af því að missa portúgalska miðjumanninn Ruben Neves (24) í sumar. (Mirror)

Real Madrid hefur ekki ákveðið hvort félagið ætli að halda Martin Ödegaard (22) sem var lánaður til Arsenal seinni hluta tímabilsins. (AS)

Þýski varnarmaðurinn Jerome Boateng (32) hefur ekki áhuga á að fara í bandarísku MLS-deildina þegar samningur hans við Bayern München rennur út í sumar. Hann vill halda áfram að spila í Evrópu. (Goal)

Benfica hefur áhuga á að fá markvörðinn Gianluigi Buffon (43). (A Bola)
Athugasemdir
banner
banner
banner