Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 27. maí 2021 11:10
Ívan Guðjón Baldursson
Maresca hættur með varalið Man City - Tekur við Parma
Mynd: Getty Images
Ítalinn Enzo Maresca er búinn að yfirgefa Manchester City eftir að hafa tekið við sem yfirþjálfari hjá varaliði félagsins í fyrra. Hann er að taka við stjórnartaumunum hjá Parma sem féll úr Serie A með 20 stig úr 38 umferðum.

Maresca, sem lék meðal annars fyrir West Brom, Juventus, Sevilla og Fiorentina á leikmannaferlinum, hefur áður starfað sem aðstoðarþjálfari hjá Ascoli, Sevilla og West Ham.

Þetta er í fyrsta sinn sem hann tekur við starfi aðalþjálfara meistaraflokks.

Það verður áhugavert að fylgjast með hvort Maresca geti komið þessu sögufræga félagi beint aftur í efstu deild.

Parma féll ásamt nýliðum Crotone og Benevento. Spezia náði að halda sér í efstu deild.

Uppfærsla:
Fregnirnar hafa verið staðfestar af Parma.
Athugasemdir
banner
banner
banner