Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   fim 27. maí 2021 13:40
Ívan Guðjón Baldursson
Moreno hefur unnið Evrópukeppni með þremur liðum
Mynd: Getty Images
Spænski bakvörðurinn Alberto Moreno varð í gærkvöldi annar leikmaður sögunnar til að vinna Evrópukeppni með þremur mismunandi knattspyrnufélögum.

Moreno vann Evrópudeildina með Villarreal í gær en þar áður hafði hann unnið keppnina með Sevilla 2014 og Meistaradeildina með Liverpool 2019.

Fyrir þetta var Clarence nokkur Seedorf eini leikmaður sögunnar til að vinna Evrópukeppni með þremur mismunandi félagsliðum. Seedorf vann Meistaradeildina fjórum sinnum, með Ajax, Real Madrid og tvisvar sinnum með AC Milan. Hann er því áfram eini knattspyrnumaður sögunnar til að hafa unnið Meistaradeildina með þremur liðum.

Moreno er 28 ára gamall bakvörður sem á fjóra leiki að baki fyrir Spán. Hann er ekki í landsliðshópnum sem fer á EM í sumar, Jordi Alba og Jose Gaya voru valdir.
Athugasemdir
banner