Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 27. maí 2021 16:48
Elvar Geir Magnússon
Pau Torres, Rice, Sancho og Kane allir á óskalista Man Utd
Declan Rice, miðjumaður West Ham.
Declan Rice, miðjumaður West Ham.
Mynd: Getty Images
Ole Gunnar Solskjær vill styrkja Manchester United í sumar með því að fá inn miðvörð, miðjumann, vængmann og sóknarmann.

Efstir á óskalista hans eru Pau Torres (Villarreal), Declan Rice (West Ham), Jadon Sancho (Dortmund) og Harry Kane (Tottenham).

Guardian segir að Solskjær sé meðvitaður um að ólíklegt sé að hann geti fengið inn fjögur stór nöfn í sumar en heildarkostnaður essara leikmanna færi væntanlega yfir 300 milljónir punda.

Solskjær vill þó auka bæði gæðin og breiddina í leikmannahópi sínum.

Sagt er að þó United hefði unnið Villarreal í úrslitaleik Evrópudeildarinnar í gær þá hefði óskalisti Solskjær verið sá sami.

Raphael Varane er einnig á blaði hjá United en þessi franski miðvörður Real Madrid er metinn á um 60 milljónir punda.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner