Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 27. maí 2021 22:11
Aksentije Milisic
Pepsi Max-kvenna: Dramatík þegar Þór/KA kom til baka gegn Tindastól
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Tindastóll 1 - 2 Þór/KA
1-0 Murielle Tiernan ('22 )
1-1 Sandra Nabweteme ('73 )
1-2 Sandra Nabweteme ('94 )

Baráttan um norðrið fór fram í kvöld í Pepsi Max deild kvenna en þá áttust við Tindastóll og Þór/KA á Sauðárkróki.

Heimastúlkur byrjuðu leikinn betur og kom Murielle Tiernan Tindastóli yfir á 22. mínútu eftir stoðsendingu frá Laufey Hörpu Halldórsdóttur.

Staðan var 1-0 í hálfleik og allt fram að 73. mínútu leiksins en þá tók Sandra Nabweteme leikinn í sínar hendur. Hún jafnaði á 73. mínútu eftir góðan undirbúning frá Huldu Björg Hannesdóttur.

Það var síðan á 94. mínútu sem sigurmarkið kom og það var Þór/KA sem gerði það. Aftur skoraði Sandra og gerði hún það eftir einstaklingsframtak.

Frábær stig í hús hjá Þór/KA en á sama tíma mjög grátlegt fyrir Tindastól. Þór/KA er nú með sex stig eftir fimm leiki en Tindastóll er með fjögur eftir fjóra leiki.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner