Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 27. maí 2021 21:05
Aksentije Milisic
Pepsi Max-kvenna: Rautt spjald en ekkert mark á Selfossi
Guðný fékk rautt í fyrri hálfleik.
Guðný fékk rautt í fyrri hálfleik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Selfoss 0 - 0 Fylkir
Rautt spjald: Guðný Geirsdóttir, Selfoss ('37)

Þriðja leik dagsins í Pepsi Max deild kvenna var að ljúka en þar áttust við Selfoss og Fylkir.

Fyrir leikinn í dag var Selfoss í efsta sæti deildarinnar með 12 stig en Fylkir í því neðsta með aðeins eitt.

Guðný Geirsdóttir, markvörður Selfoss, fékk beint rautt spjald á 37. mínútu leiksins en það kom eftir slæmt úthlaup hjá henni. Hún braut á Helenu Ósk Hálfdánardóttur.

Selfoss lék því tæpan klukkutíma með tíu leikmenn gegn ellefu en þrátt fyrir það var ekkert mark skorað í þessum leik. Þetta var mikill baráttu leikur en lítið um færi.

Lokaúrslit því 0-0 og er Selfoss í efsta sæti deildarinnar með einu stigi meira heldur en Breiðablik sem gekk frá Val í kvöld. Fylkir er áfram í neðsta sæti deildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner