Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 27. maí 2021 13:00
Ívan Guðjón Baldursson
Rose og Gazzaniga farnir frá Tottenham
Mynd: Getty Images
Tottenham er búið að staðfesta brottfarir Danny Rose og Paulo Gazzaniga frá félaginu.

Hinn þrítugi Rose yfirgefur Tottenham eftir fjórtán ár hjá félaginu. Rose hefur spilað 214 leiki fyrir meistaraflokk hjá Tottenham auk þess að eiga 29 leiki að baki fyrir enska landsliðið.

Rose varði hálfri síðustu leiktíð hjá Newcastle United að láni og verður áhugavert að sjá hvert þessi reyndi vinstri bakvörður heldur í sumar.

Gazzaniga, sem á einn A-landsleik að baki fyrir Argentínu, var varamarkvörður hjá Tottenham í fjögur ár.

Hann er 29 ára gamall og hefur aldrei verið aðalmarkvörður á ferlinum nema í hálft ár hjá Gillingham í D-deildinni 2011-12.
Athugasemdir
banner
banner
banner