Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 27. maí 2021 08:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Selfyssingar töpuðu óvænt - „Ég skil ekki Selfoss"
Lengjudeildin
Mynd: Sunnlenska.is - Guðmundur Karl
Nýliðar Selfoss eru með þrjú stig eftir þrjá leiki í Lengjudeild karla, en þeir eru fallsæti. Það eru alls fimm lið með þrjú stig þegar þrjár umferðir eru búnar.

Það var rætt um Lengjudeildina í útvarpsþættinum síðasta laugardag og þar myndaðist umræða um Selfoss.

Íþróttafréttamaðurinn Tómas Þór Þórðarson segist ekki skilja Selfoss.

„Ég skil ekki Selfoss," sagði Tómas Þór og spurði Elvar Geir Magnússon hann þá hvort hann skildi Þrótt Reykjavík eitthvað. „Mér finnst þeir bara lélegir en svo vinna þeir Selfoss sem var að vinna Kórdrengi frekar sannfærandi."

„Rabbi (Rafn Markús Vilbergsson) var að tala um að honum litist vel á þá, uppspilið og þeir voru flott fótboltalið á móti Kórdrengjum sem áttu líklega sinn slakasta leik í mjög langan tíma. Svo tapa þeir 3-1 fyrir Þrótti. Ég skil ekki neitt. Frábært hjá Þrótti að komast á blað... en ég veit ekki hvað Selfoss ætlar að vera."

Elvar Geir sagði að Selfoss hefði verið talsvert meira með boltann í leiknum en skyndisóknir Þróttara hefðu verið hættulegar með Kairo Edwards-John fremstan í flokki.

Hægt er að hlusta á þáttinn hér að neðan í heild sinni.
Útvarpsþátturinn - Íslenskt boltahlaðborð með Gulla Jóns
Athugasemdir
banner
banner
banner