fim 27. maí 2021 17:31
Aksentije Milisic
Simone Inzaghi að taka við Inter
Mynd: EPA
Simone Inzaghi, þjálfari Lazio, er að taka við Inter í Mílanó en þetta staðfestir félagsskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano á Twitter rétt í þessu.

Antonio Conte hætti hjá Inter á dögunum en hann vann Serie A titilinn með félaginu á þessu tímabili.

Inter á í fjárhagsörðugleikum og stefnir í að það þurfi að draga saman seglin og selja sína bestu menn. Það var Conte verulega ósáttur við og leitaðist eftir því að fá að hætta störfum hjá félaginu.

Inzaghi tók við Lazio árið 2016 og hefur hann gert mjög góða hluti með félagið. Síðan hann tók við hefur Lazio tekið þátt í Evrópukeppni fimm ár í röð. Nú síðast í Meistaradeild Evrópu í vetur.

Lazio hafnaði í sjötta sæti deildarinnar á þessu tímabili.




Athugasemdir
banner
banner
banner
banner