Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 27. maí 2021 10:00
Elvar Geir Magnússon
Solskjær íhugaði að nota Henderson í vítakeppninni
Solskjær með silfurverðlaun sín í gær.
Solskjær með silfurverðlaun sín í gær.
Mynd: EPA
Í aðdragandanum að úrslitaleik Manchester United og Villarreal í Evrópudeildinni þá íhugaði Ole Gunnar Solskjær að setja Dean Henderson í markið ef til vítaspyrnukeppni kæmi.

Þegar kom að leiknum hafði David de Gea mistekist að verja 25 vítaspyrnur í röð og allir ellefu leikmenn Villarreal skoruðu af punktinum á móti honum í gær.

De Gea þurfti svo sjálfur að fara á punktinn en spyrna hans var varin og spænska liðið stóð uppi sem sigurvegari.

„Þú ferð yfir allar mögulegar aðstæður þegar þú hugsar út í leikinn. Það kom upp í huga minn í aðdraganda leiksins að nota Dean ef það kæmi upp vítaspyrnukeppni en við enduðum á að treysta á David og bjuggum undir það," segir Solskjær.

„Allt getur gerst þegar kemur að vítaspyrnukeppni. Ég hélt mér við markvörðinn sem hafði spilað alla leikina okkar. Vítakeppnin var í hæsta gæðaflokki en vonbrigðin eru þau að hafa ekki skorað meira en eitt mark á 120 mínútum."
Athugasemdir
banner
banner