Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   fim 27. maí 2021 08:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þakklátur Jóa - Hefði verið auðvelt fyrir hann að draga sig út
Icelandair
Jóhann Berg Guðmundsson.
Jóhann Berg Guðmundsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jóhann Berg Guðmundsson er ekki í landsliðshópi Íslands fyrir vináttulandsleiki gegn Mexíkó, Færeyjum og Póllandi í næsta mánuði.

Jóhann Berg hefur átt í miklum vandræðum með meiðsli síðustu ár og hann fékk frí í þessum leikjum.

„„Jói er búinn að vera í brasi í tvö ár, mikil meiðsli. Hann hefur verið að koma sterkur inn í ensku úrvalsdeildinni í vetur og var með okkur í mars. Hann vill fá tíma til að koma sér í sitt gamla form í fríinu sínu," sagði Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari Íslands í samtali við Fótbolta.net.

Jói Berg var í landsliðshópnum í mars og spilaði þá með liðinu í fyrstu leikjunum í undankeppni HM. Arnar segir að það hefði verið auðvelt fyrir hann að draga sig úr þeim hópi.

„Jói kom í mars og var hálfmeiddur. Ég er mjög þakklátur fyrir að hann hafi gert það því það hefði verið mjög auðvelt fyrir hann að draga sig út úr því. Hann var mjög mikilvægur hluti af hópnum. Það eru líka mikilvægir hlutir sem gerast á æfingum og upp á hóteli," sagði Arnar.

Hægt er að horfa á viðtalið við Arnar hér að neðan.
Ítarlegt viðtal við Arnar Þór - Óttast ekki að Gylfi sé að hætta
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner