Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 27. maí 2021 16:00
Ívan Guðjón Baldursson
Tomori í forgangi hjá AC Milan
Kostar 28 milljónir evra
Mynd: EPA
AC Milan átti gott tímabil og náði langþráðu sæti í Meistaradeild Evrópu með að enda í öðru sæti ítölsku deildarinnar.

Fikayo Tomori gekk í raðir Milan á lánssamningi í vetur og stóð sig frábærlega. Hann myndaði öflugt par í hjarta varnarinnar með danska landsliðsmanninum Simon Kjær.

Milan þarf að styrkja leikmannahópinn sinn í sumar og segir Fabrizio Romano að Tomori sé efstur á lista hjá Ítölunum. Félagaskiptin eru þó ekki örugg þar sem kaupverðið er ansi hátt.

Chelsea sættir sig ekki við minna en þær 28 milljónir evra sem samið var um við gerð lánssamningsins. Lundúnafélagið er tilbúið til að halda Tomori en þessi 23 ára gamli miðvörður á 17 úrvalsdeildarleiki að baki fyrir Chelsea.
Athugasemdir
banner
banner
banner