banner
   fim 27. maí 2021 22:00
Aksentije Milisic
UEFA íhugar stórar breytingar á Meistaradeildinni
Mynd: Getty Images
UEFA er að skoða það að breyta fyrirkomulaginu í Meistaradeild Evrópu þegar það kemur að undanúrslitum og úrslitum keppninnar.

Möguleiki er á að í framtíðinni verði undanúrslitaleikirnir og úrslitaleikurinn spilaðir í einni borg og á einni viku.

Á síðasta ári var Lissabon staðurinn og voru leikir frá 8-liða úrslitum spilaðir þar og var einungis einn leikur en ekki tveir eins og þekkist í keppninni. Þetta var gert vegna Covid-19 faraldursins.

Talið er að þetta fyrirkomulag verði tilkynnt áður en leikur Manchester City og Chelsea hefst á laugardagskvöldið en það er sjálfur úrslitaleikurinn.

Þessi vika mun heita „Meistaradeildarvikan". Í þessari viku eiga þá að fara fram tveir undanúrslitaleikir og einn úrslitaleikur. Áhugavert verður að sjá hvort eitthvað verði úr þessari hugmynd.
Athugasemdir
banner
banner
banner