Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 27. maí 2021 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Verkefnið "Komdu í fótbolta" hefur göngu sína aftur í dag
Mynd: KSÍ
Verkefnið "Komdu í fótbolta" fer aftur af stað í dag, en Siguróli Kristjánsson, oftast kallaður Moli, hefur haft umsjón með verkefninu undanfarin tvö ár.

Moli hefur farið vítt og breitt um landið, heimsótt fjölmarga staði og hitt fullt af fólki í smærri sveitarfélögum landsins. Hann mun hefja sumarið á heimsóknum til Siglufjarðar, Dalvíkur og Ólafsfjarðar.

Verkefnið verður stærra í sniðum í sumar og fleiri staðir heimsóttir en undanfarin tvö ár og stendur verkefnið til 15. október. Moli mun heimsækja fjölmarga staði á leið sinni um landið, þar sem Panna-völlurinn sívinsæli verður með í för.

Dagskrá vikunnar

Fimmtudagurinn 27. maí

Siglufjörður kl. 13:30 - 15:00

Dalvík kl. 15:30 - 17:00

Föstudagurinn 28. maí

Ólafsfjörður kl. 13:10 - 15:10
Athugasemdir
banner
banner
banner