Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 27. maí 2021 12:20
Ívan Guðjón Baldursson
Wijnaldum tekur á sig launalækkun hjá Barca
Mynd: Getty Images
Georginio Wijnaldum er í viðræðum við Barcelona þessa stundina og herma fjölmiðlamenn á Spáni að hann sé að skrifa undir þriggja ára samning við stórveldið.

Hollenski miðjumaðurinn er þrítugur og er það draumur hans að spila fyrir Barcelona undir stjórn Ronald Koeman, síns fyrrum landsliðsþjálfara.

Wijnaldum verður því samningsbundinn Barca til 2024 en hann tekur á sig launalækkun til að spila fyrir félagið.

Börsungar hafa verið að glíma við fjárhagsvandræði vegna Covid faraldursins í bland við nokkra leikmenn sem eru á ofurlaunum. Þeir munu því greiða Wijnaldum lægri laun heldur en hann þénar hjá Liverpool.

Miðjumaðurinn mun þó fá veglega bónusa ef Barca gengur vel í hinum ýmsu keppnum.
Athugasemdir
banner
banner