fim 27. maí 2021 16:40
Ívan Guðjón Baldursson
Wilder sagður vera að taka við West Brom
Mynd: Getty Images
Chris Wilder, fyrrum stjóri Sheffield United, er að taka við West Bromwich Albion samkvæmt fréttamönnum á Englandi.

Wilder gerði frábæra hluti við stjórnvölinn hjá Sheffield þar sem hann náði ótrúlegum árangri með takmörkuð gæði í leikmannahópnum.

Sheffield var nálægt því að komast í Evrópudeildina í fyrra en nýafstaðið tímabil var hrikalegt. Ekkert gekk upp hjá Wilder og hans mönnum og endaði Sheffield í neðsta sæti úrvalsdeildarinnar. Wilder yfirgaf félagið í mars eftir tæp fimm ár við stjórnvölinn.

West Brom féll ásamt Sheffield en er með allt öðruvísi leikmannahóp. Wilder notaði fimm manna varnarlínu hjá Sheffield en það gæti breyst hjá nýju félagi, enda er West Brom með mikið af öflugum kantmönnum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner