Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 27. júní 2018 13:04
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Byrjunarliðin á HM: Özil snýr aftur í byrjunarlið Þjóðverja
Muller dettur út - Özil kemur inn.
Muller dettur út - Özil kemur inn.
Mynd: Getty Images
Klukkan 14:00 klárast F-riðillinn á Heimsmeistaramótinu í fótbolta. Mexíkó mætir Svíþjóð á sama tíma og Suður-Kórea og Þýskaland eigast við.

Þýskaland þarf helst að vinna Suður-Kóreu en spennan í þessum riðli er mikil.

Eins og staðan er núna er Mexíkó með sex stig, Þýskaland og Svíþjóð með þrjú stig og Suður-Kórea án stiga. Það getur eiginlega allt gerst í þessum riðli.

Þjóðverjar unnu dramatískan sigur á Svíþjóð í síðasta leik en frá þeim þeim sigri gerir Joachim Löw fimm breytingar. Jerome Boateng er í banni og Sebastian er frá vegna nefbrots. Antonio Rudiger, Thomas Muller og Julian Draxler detta líka út úr byrjunarliðinu. Inn koma Mats Hummels, Sami Khedira, Mesut Özil, Leon Goretzka og Niklas Sule.

Son er á sínum stað hjá Suður-Kóreu en fyrirliðinn Ki Sung-yueng, missir af þessum leik vegna meiðsla.

Byrjunarlið Suður-Kóreu: Jo, Yong Lee, Yun, Kim, Hong, Lee, Jang, Jung, Moon, Son, Koo.

Byrjunarlið Þýskalands: Neuer, Hector, Hummels, Sule, Kimmich, Khedira, Kroos, Ozil, Reus, Goretzka, Werner.

Í hinum leiknum mætast Mexíkó og Svíþjóð. Mexíkó er með fullt hús stiga, geta þeir haldið áfram því skriði sem þeir eru á eða nær Svíþjóð að stríða þeim?

Hvorugt lið gerir breytingar frá síðasta leik sínum. Svíþjóð tapaði 2-1 fyrir Þýskalandi og Mexíkó vann Suður-Kóreu 2-1.

Byrjunarlið Mexíkó: Ochoa, Alvarez, Salcedo, Moreno, Gallardo, Herrera, Guardado, Layun, Vela, Lozano, Hernandez.

Byrjunarlið Svíþjóðar: Olsen, Lustig, Lindelof, Granqvist, Augustinsson, Claesson, Larsson, Ekdal, Forsberg, Toivonen, Berg.
Athugasemdir
banner
banner