Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   mið 27. júní 2018 09:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrirliðinn sagði frá því að Kári og Ólafur Ingi væru hættir
Icelandair
Mynd: Aron Einar Gunnarsson - Instagram
Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði, greindi frá því á samfélagsmiðlum eftir leik Íslands og Krótaíu í gærkvöldi að Ólafur Ingi Skúlason og Kári Árnason væru hættir með landsliðinu.

Báðir leikmenn munu líklega hefja leik í Pepsi-deildinni í næsta mánuði. Kári samdi við Víking R. og Ólafur Ingi samdi við Fylki. Þá er Birkir Már Sævarsson farinn að spila með Val í Pepsi-deildinni.

Sjá einnig:
Birkir Már segist klár í leik með Val á sunnudag

Kári og Ólafur Ingi eru orðnir 35 ára og Birkir Már 33 ára. Það er spurning hvort þeir verði áfram í landsliðinu eftir HM en Aron tók það allavega að sér í gær að tilkynna það að Kári og Ólafur Ingi væru hættir. Leikmennirnir sjálfir hafa ekki gefið það út.

Hér til hliðar má sjá mynd af Aroni, Kára og Ólafi Inga. „Tvær goðsagnir að hætta með landsliðinu," skrifar Aron við myndina sem er á Instagram.

Eftir leikinn gegn Króatíu í gær sagði Kári:

„Er hann búinn að greina frá því? Já, það er gott að hann tekur ákvörðun um það."

„Ég get ekki sagt nei við landsliðinu. Mín stoltustu augnablik á lífsleiðinni hafa komið með landsliðinu. Ég er mjög stoltur af því að hafa verið partur af þessu liði og stoltur af þessum strákum."

Ég ætla ekki að koma með stórar yfirlýsingar um að ég sé hættur með landsliðinu en það lítur svolítið þannig út," sagði Kári sem útilokar þó ekkert.

„Okkar mesta legend (Eiður Smári Guðjohnsen) brenndi sig svolítið á því að segja að hann væri hættur og síðan kom hann aftur. Það að fara á HM með liðinu var draumur fyrir okkur alla. Stoltustu augnablik mín í fótboltanum og lífinu hafa komið með þessu liði. Ég er gríðarlega stoltur af því að hafa verið partur af þessu. Ég er stoltur af því að hafa átt þátt í því að við komumst á EM og HM. Ég er mjög stoltur af liðinu í dag líka. Við vorum flottir í dag og við verðskulduðum meira úr þessum leik."
Athugasemdir
banner
banner
banner