Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 27. júní 2018 05:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
HM í dag - Þýskaland og Brasilía gætu fallið úr leik
Þó frekar ólíklegt að það gerist
Fer Löw áfram með Þýskaland?
Fer Löw áfram með Þýskaland?
Mynd: Getty Images
Neymar grét eftir síðasta leik.
Neymar grét eftir síðasta leik.
Mynd: Getty Images
Eru ekki allir búnir að jafna sig eftir gærkvöldið?

Það styttist óðum í að riðlakeppni Heimsmeistaramótsins í Rússlandi taki enda. Í dag lýkur E-riðlinum og F-riðlinum.

Í E-riðli er ekkert lið öruggt með sæti sitt í 16-liða úrslitum en það eina sem er ljóst er að Kosta Ríka mun ekki komast áfram. Baráttan er því á milli Brasilíu, Serbíu og Sviss.

Sviss er í kjörstöðu, með fjögur stig og leik gegn Kosta Ríka í kvöld. Brasilía og Serbía eigast við en þar er Brasilía sigurstranglegra liðið. Fyrir kvöldið er Brasilía á toppi riðilsins á markatölu.

Leikirnir í E-riðli eru í kvöld, klukkan 18:00, en fyrr um daginn klárast F-riðill. Þar þarf Þýskaland helst að vinna Suður-Kóreu en spennan í þessum riðli er mikil.

Eins og staðan er núna er Mexíkó með sex stig, Þýskaland og Svíþjóð með þrjú stig og Suður-Kórea án stiga. Það getur allt gerst í þessum riðli og spennan er mikil.

Leikir dagsins:

E-riðill
18:00 Serbía - Brasilía (Moskva)
18:00 Sviss - Kosta Ríka (Nizhniy Novgorod)

F-riðill
14:00 Suður-Kórea - Þýskaland (Kazan)
14:00 Mexíkó - Svíþjóð (Ekaterinburg)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner