Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 27. júní 2020 16:05
Ívan Guðjón Baldursson
2. deild: Njarðvík hafði betur á Selfossi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Oliver Helgi skoraði þrennu fyrir Hauka.
Oliver Helgi skoraði þrennu fyrir Hauka.
Mynd: Hulda Margrét
Njarðvík lagði Selfoss að velli í stórleik dagsins í 2. deild karla. Liðin mættust á Selfossi og skoraði Hrvoje Tokic eftir 28 mínútur.

Tokic skallaði boltann inn eftir aukaspyrnu en Njarðvík jafnaði fyrir leikhlé. Atli Freyr Ottesen skoraði þá með skalla eftir langt innkast gestanna.

Kenneth Hogg kom Njarðvík yfir í upphafi síðari hálfleiks og bættu heimamenn við sóknarþungann.

Tokic átti skot í slá og undir lok leiksins bjargaði Rúnar Gissurarson sínum mönnum með flottum vörslum þegar Tokic reyndi að jafna.

Njarðvík stóð uppi sem sigurvegari og er með sex stig eftir tvær umferðir. Selfoss er með þrjú stig.

Selfoss 1 - 2 Njarðvík
1-0 Hrvoje Tokic ('28)
1-1 Atli Freyr Ottesen Pálsson ('43)
1-2 Kenneth Hogg ('49)

Fjórir aðrir leikir fóru fram í 2. deildinni þar sem Fjarðabyggð skoraði fjögur gegn ÍR.

Filip Sakaluk skoraði þar tvennu og gerðu Ruben Ibancos og Guðjón Máni Magnússon einnig sitthvort markið fyrir leikhlé. Breiðhyltingar klóruðu í bakkann með marki úr vítaspyrnu í síðari hálfleik.

Haukar sigruðu Völsung í Húsavík, Víðir hafði betur gegn KF og Þróttur gerði jafntefli við Kára á Vogum.

Fjarðabyggð 4 - 1 ÍR
1-0 Ruben Ibancos ('1)
2-0 Filip Sakaluk ('4)
3-0 Guðjón Máni Magnússon ('26)
4-0 Filip Sakaluk ('39)
4-1 Viktor Örn Guðmundsson ('62, víti)

Völsungur 2 - 4 Haukar
1-0 Sæþór Olgeirsson ('15)
1-1 Oliver Helgi Gíslason ('29)
2-1 Ólafur Jóhann Steingrímsson ('34)
2-2 Oliver Helgi Gíslason ('58)
2-3 Oliver Helgi Gíslason
2-4 Nikola Dejan Djuric ('89)

KF 0 - 1 Víðir
0-1 Guyon Philips ('10)

Þróttur V. 1 - 1 Kári
0-1 Andri Júlíusson ('42, víti)
1-1 Sigurður Gísli Snorrason ('47, víti)
Athugasemdir
banner
banner
banner