Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 27. júní 2020 16:31
Ívan Guðjón Baldursson
3. deild: Elliði skoraði sex gegn Einherja
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
KV, Reynir Sandgerði og Elliði unnu sína leiki í 3. deildinni í dag.

Einar Már Þórisson skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu er KV hafði betur á útivelli gegn sameinuðu liði Hattar og Hugins.

KV er með þrjú stig eftir sigurinn og er Höttur/Huginn með eitt.

Samkvæmt úrslitaþjónustu úrslit.net hafði Reynir Sandgerði betur gegn Augnablik og þá rúllaði Elliði yfir Einherja með sex mörkum gegn einu.

Elliði er þá með fjögur stig eftir markalaust jafntefli í fyrstu umferð á meðan Reynir S. er með sex stig.

Höttur/Huginn 0 - 1 KV
0-1 Einar Már Þórisson ('30, víti)

Reynir Sandgerði 1 - 0 Augnablik
1-0 Sjálfsmark ('45)
Rautt spjald: Þorbergur Þór Steinarsson, Augnablik ('21),
Magnús Einar Magnússon, Reynir S. ('57)

Elliði 6 - 1 Einherji
1-0 Nikulás Ingi Björnsson ('6)
2-0 Aron Breki Aronsson ('28)
3-0 Pétur Óskarsson ('34)
4-0 Nikulás Ingi Björnsson ('53)
5-0 Pétur Óskarsson ('59)
5-1 Recoe Martin ('61)
6-1 Hinrik Atli Smárason ('68)
Athugasemdir
banner
banner
banner