Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 27. júní 2020 12:42
Ívan Guðjón Baldursson
Abelardo þriðji þjálfarinn sem Espanyol rekur
Mynd: Getty Images
Espanyol er á botni spænsku deildarinnar eftir 1-0 tap gegn Real Betis á fimmtudaginn.

Abelardo Fernandez hefur verið rekinn úr þjálfarastól félagsins enda er Espanyol átta stigum frá öruggu sæti þegar sjö umferðir eru eftir.

Abelardo var þriðji þjálfari Espanyol á tímabilinu þegar hann tók við liðinu í lok desember.

Espanyol gæti fallið úr efstu deild spænska boltans í fyrsta sinn í næstum þrjátíu ár. Liðið féll síðast 1993 en fór beint aftur upp.

Espanyol hefur fallið fjórum sinnum úr efstu deild í sögu sinni en alltaf komist beint upp aftur.

Francisco Rufete tekur við liðinu tímabundið.
Athugasemdir
banner
banner
banner