Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 27. júní 2020 10:39
Ívan Guðjón Baldursson
Byrjunarlið Aston Villa og Wolves: Traore fer á bekkinn
Traore er ásinn í erminni hans Nuno Espirito Santo.
Traore er ásinn í erminni hans Nuno Espirito Santo.
Mynd: Getty Images
Aston Villa og Wolves eigast við í eina leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Byrjunarliðin hafa verið staðfest og má sjá hér fyrir neðan.

Norðmaðurinn Orjan Nyland er búinn að taka markmannssætið hjá Aston Villa af Pepe Reina og mun hann eiga erfitt verk fyrir höndum sér í dag.

Dean Smith gerir þrjár breytingar á liðinu sem gerði jafntefli við Newcastle í síðustu umferð. John McGinn, Anwar El Ghazi og Trezeguet fara á bekkinn.

Nuno Espirito Santo gerir þá eina breytingu á sínu liði sem hafði betur gegn Bournemouth í síðustu umferð.

Breytingin er taktísk þar sem Adama Traore fer á bekkinn fyrir Leander Dendoncker sem kemur inn á miðjuna. Úlfarnir munu því nota tveggja manna sóknarlínu í dag frekar en þriggja manna.

Mikið er undir hjá báðum liðum. Villa er í harðri fallbaráttu á meðan Úlfarnir geta komist yfir Manchester United í fimmta sæti með sigri.

Aston Villa: Nyland, Konsa, Hause, Mings, Targett, Nakamba, Hourihane, Luiz, Grealish, Samatta, Davis.
Varamenn: Reina, Taylor, Elmohamady, McGinn, Drinkwater, Trezeguet, El Ghazi, Jota, Vassilev

Wolves: Rui Patricio, Doherty, Boly, Coady, Saiss, Jonny, Dendoncker, Moutinho, Neves, Jota, Jimenez.
Varamenn: Ruddy, Jordao, Neto, Podence, Gibbs-White, Vinagre, Traore, Kilman, Buur
Athugasemdir
banner
banner
banner