Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 27. júní 2020 14:27
Ívan Guðjón Baldursson
Dean Smith: Brjálæði að spila fjóra leiki á ellefu dögum
Mynd: Getty Images
Dean Smith stjóri Aston Villa var svekktur eftir tap á heimavelli gegn Wolves í dag.

Leikurinn einkenndist af mikilli baráttu og virtust heimamenn hafa gert nóg til að verðskulda jafntefli en Leander Dendoncker eyðilagði daginn þeirra með sigurmarki í seinni hálfleik.

„Þetta var mjög svekkjandi tap, við vorum betri í fyrri hálfleik og áttum skilið að fá stig úr leiknum. Við fengum mark á okkur sem kom utan teigs og nýttum ekki færin sem við fengum," sagði Smith að leikslokum.

„Við spiluðum til jafns við topp 6 lið en strákarnir voru augljóslega þreyttir og þess vegna töpuðum við. Það er brjálæði að spila fjóra leiki á ellefu dögum, auðvitað eru leikmenn þreyttir.

„Við erum með gott lið, það er erfitt að vinna okkur. Okkur vantar aðeins meiri gæði í sóknarleikinn."


Villa er búið að ná í tvö stig úr fjórum leikjum eftir Covid hlé og nú fær liðið pásu til 5. júlí.

„Þessi pása er okkur kærkomin því annars endum við með hálft liðið á meiðslalista. Ég skil ekki leikjafyrirkomulagið, hvers vegna gátum við ekki spilað þennan leik á morgun eða hinn? Það er ekki hægt að búast við knattspyrnu á hæsta gæðastigi þegar leikmenn eru svona þreyttir."
Athugasemdir
banner
banner
banner