Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   lau 27. júní 2020 23:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Elísabet líklega ekki á hlíðarlínunni í fyrsta leiknum
Elísabet Gunnarsdóttir þjálfar Kristianstad í Svíþjóð.
Elísabet Gunnarsdóttir þjálfar Kristianstad í Svíþjóð.
Mynd: Kristianstad
Ólíklegt er að Elísabet Gunnarsdóttir verði á hliðarlínunni þegar Kristianstad leikur sinn fyrsta leik á tímabilinu í sænsku úrvalsdeildinni í dag. Kristianstad fer í heimsókn til Göteborg í dag.

Elísabet þurfti að taka sér pásu í júní vegna veikinda. Hún segir í samtali við sænska fjölmiðla að öskur á hliðarlínunni komi til með að valda þrýstingi í höfði og sársauka.

„Ég mun fara með liðinu til Gothenburg. Ég tek þátt í undirbúningi fyrir leikinn, en ég held ekki alla fundi og greiningar með leikmönnum. Ég efast um að ég muni sitja á bekknum," segir Elísabet.

„Ég var mjög áhyggjufull fyrstu tvær vikurnar. Ég get ekki útskýrt verkinn, hann sat í höfðinu á mér."

Greinina má sjá í heild sinni hérna.
Athugasemdir
banner
banner
banner