Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 27. júní 2020 13:29
Ívan Guðjón Baldursson
England: Dendoncker gerði sigurmarkið gegn Aston Villa
Mynd: Getty Images
Aston Villa 0 - 1 Wolves
0-1 Leander Dendoncker ('62)

Leander Dendoncker gerði eina mark leiksins er Aston Villa tók á móti Wolves í eina leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni.

Leikurinn var mjög jafn, lítið var um færi og einkenndist hann af mikilli baráttu enda um nágrannaslag að ræða.

Dendoncker skoraði á 62. mínútu eftir laglega sókn Úlfanna. Jonny hóf sóknina og átti svo stoðsendinguna. Markið var laglegt þar sem Dendoncker fékk boltann utan teigs og skoraði með hnitmiðuðu skoti.

Heimamenn náðu ekki að jafna og stigin þrjú fara til Úlfanna. Wolves er í fimmta sæti eftir sigurinn, þremur stigum á undan Manchester United sem á leik til góða.

Aston Villa er áfram í fallsæti, aðeins einu stigi frá öruggu sæti.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 28 20 4 4 70 24 +46 64
2 Liverpool 28 19 7 2 65 26 +39 64
3 Man City 28 19 6 3 63 28 +35 63
4 Aston Villa 29 17 5 7 60 42 +18 56
5 Tottenham 28 16 5 7 59 42 +17 53
6 Man Utd 28 15 2 11 39 39 0 47
7 West Ham 29 12 8 9 46 50 -4 44
8 Brighton 28 11 9 8 50 44 +6 42
9 Wolves 28 12 5 11 42 44 -2 41
10 Newcastle 28 12 4 12 59 48 +11 40
11 Chelsea 27 11 6 10 47 45 +2 39
12 Fulham 29 11 5 13 43 44 -1 38
13 Bournemouth 28 9 8 11 41 52 -11 35
14 Crystal Palace 28 7 8 13 33 48 -15 29
15 Brentford 29 7 5 17 41 54 -13 26
16 Everton 28 8 7 13 29 39 -10 25
17 Luton 29 5 7 17 42 60 -18 22
18 Nott. Forest 29 6 7 16 35 51 -16 21
19 Burnley 29 4 5 20 29 63 -34 17
20 Sheffield Utd 28 3 5 20 24 74 -50 14
Athugasemdir
banner
banner
banner