Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 27. júní 2020 22:30
Ívan Guðjón Baldursson
Haaland: Viljum bæta markametið
Mynd: Getty Images
Norski táningurinn Erling Braut Haaland segir enga möguleika vera á því að hann skipti um félag eftir tímabilið en hann gekk í raðir Borussia Dortmund í janúar.

Juventus og Manchester United eru meðal áhugasamra félaga enda hefur Haaland skorað þrettán mörk í fimmtán deildarleikjum frá komu sinni til Dortmund.

„Ég er nýkominn til Dortmund og er ekki að hugsa um að skipta um félag," sagði Haaland við WAZ.

„Dortmund er eitt af stærstu félögum heims og ég skrifaði undir langtímasamning. Ég er ekki að hugsa of mikið um framtíðina.

„Ég veit að ég vil vinna eitthvað mikilvægt með Borussia, ekki alltaf enda í öðru sæti. Ég vil vinna deildina sem fyrst. Á næstu leiktíð munum við setja okkur markmið. Við viljum bæta markamet deildarinnar og ég get vonandi hjálpað til við það."

Athugasemdir
banner
banner