Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 27. júní 2020 13:59
Ívan Guðjón Baldursson
Lárus Björnsson hjá Þrótti næstu þrjú tímabil
Mynd: Raggi Óla
Þróttur R. er búið að staðfesta nýjan samning við hinn efnilega Lárus Björnsson.

Lárus er fæddur árið 2000 og lék tíu leiki fyrir U16 og U17 landslið Íslands.

Hann spilaði 15 leiki í Inkasso-deildinni í fyrra og er búinn að spila alla keppnisleiki Þróttar í sumar.

Nýr samningur Lárusar gildir til loka tímabilsins 2022.

„Fjölmargir ungir leikmenn hafa skrifað undir samninga til lengri tíma að undanförnu og er það ánægjuefni fyrir okkur Þróttara að Lárus er í þeim hópi ungra og mjög svo lofandi leikmanna," segir á vefsíðu Þróttar.

Þróttur rétt bjargaði sér frá falli úr Inkasso-deildinni á síðustu leiktíð og byrjaði nýtt tímabil á tapi á heimavelli gegn Leikni R.
Athugasemdir
banner
banner
banner