Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 27. júní 2020 09:16
Elvar Geir Magnússon
Leik í 3. deildinni frestað - Beðið eftir niðurstöðu smitrakningarteymisins
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Frétt hefur verið uppfærð

Búið er að fresta leik KFG og Ægis í 3. deildinni en leikurinn átti að fara fram í Garðabænum í dag.

Leikmönnum Ægis var tilkynnt það á Facebook svæði að leikmaður KFG hefði verið greindur með kórónaveiruna og því yrði leiknum frestað.

Það varð þó einhver misskilningur í gangi því samkvæmt upplýsingum okkar hefur enginn leikmaður KFG verið greindur með veiruna. Einhverjir leikmenn liðsins gætu hinsvegar verið á leið í sóttkví en beðið er eftir því að smitrakningarteymið skili af sér.

Leikmaður karlaliðs Stjörnunnar hefur verið greindur með veiruna og verið er að sótthreinsa svæðið í Garðabænum.

Þetta er fyrsti leikurinn í karlaflokki sem er frestað vegna Covid-19 síðan Íslandsmótið hófst. Áður hafði fimm leikjum í kvennaflokki verið frestað.

KSÍ hefur ekki staðfest frestun á leik Stjörnunnar og KA í Pepsi Max-deild karla (sem á að vera á morgun) en í gærkvöldi var greint frá því að leikmaður Stjörnunnar hefði greinst með veiruna.

Kvennalið Breiðabliks og KR fóru í sóttkví eftir að leikmaður Kópavogsliðsins, sem hafði verið í Bandaríkjunum, greindist með veiruna.
Athugasemdir
banner
banner
banner