Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   lau 27. júní 2020 19:42
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Maguire langar í titil: Myndi skipta öllu máli
Maguire fagnar sigurmarkinu.
Maguire fagnar sigurmarkinu.
Mynd: Getty Images
Fyrirliðinn Harry Maguire var hetja Manchester United þegar liðið lagði Norwich að velli í enska bikarnum. Maguire skoraði sigurmarkið seint í framlengingu.

„Þetta var erfiður leikur. Við vorum ekki upp á okkar besta, en það gerist stundum í bikarnum," sagði Maguire í viðtali eftir leikinn.

„Við spiluðum erfiðan leik í miklum hita á miðvikudag, en við gerðum breytingar fyrir þennan leik og það ætti því ekki að vera nein ástæða fyrir spilamennskunni í dag. Við þurfum að horfa á þennan leik aftur og greina hann. Við spiluðum hægt og fórum of mikið í gegnum miðjuna."

„En við erum komnir áfram og það er fyrir öllu."

Maguire segist vera svekktur með það að hafa aðeins skorað þrjú mörk frá því hann gekk í raðir United síðasta sumar. „Ég er að vinna í þessu. Ég ætla að reyna að bæta við áður en þetta tímabil klárast og taka það með mér inn í næsta tímabil."

Man Utd er komið í undanúrslit bikarsins og er komið einu skrefi nær því að vinna titil. „Það myndi skipta öllu máli," segir Maguire um möguleikann á að vinna FA-bikarinn. „Ég kom til félagsins til að vinna titla og vonandi getum við spilað betur í undanúrslitunum."
Athugasemdir
banner
banner