Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 27. júní 2020 20:38
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Matthías Vilhjálmsson skorað í þremur leikjum í röð
Matthías Vilhjálmsson.
Matthías Vilhjálmsson.
Mynd: Valerenga
Viðar Örn Kjartansson.
Viðar Örn Kjartansson.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Hörður Björgvin í leik með CSKA.
Hörður Björgvin í leik með CSKA.
Mynd: Getty Images
Matthías Vilhjálmsson skoraði fyrra mark Valerenga gegn Viking þegar liðin áttust við í norsku úrvalsdeildinni í kvöld. Markið gerði Matthías á 18. mínútu leiksins í 2-1 sigri.

Matthías hefur farið mjög vel af stað í norsku úrvalsdeildinni á tímabilinu og er hann búinn að skora þrjú mörk í síðustu þremur leikjum liðsins, þar af tvö af vítapunktinum. Honum mislukkaðist á vítapunktinum í dag. Matthías lagði einnig upp sigurmarkið í 1-0 sigri gegn Sarpsborg í fyrstu umferð.

Axel Óskar Andrésson lék allan leikinn í liði Viking.

Valerenga er eftir sigurinn í dag í fimmta sæti deildarinnar. Í fyrri leik dagsins í norsku úrvalsdeildinni tapaði Íslendingalið Start stórt gegn Odd, 5-0.

Jóhannes Þór Harðarson er þjálfari Start, en Guðmundur Andri Tryggvason var ekki í leikmannahópi liðsins í dag. Start er í 11. sæti með tvö stig eftir fjóra leiki.

SönderjyskE vann Silkeborg aftur
Eggert Gunnþór Jónsson spilaði allan leikinn fyrir SönderjyskE þegar liðið vann 1-0 sigur á Silkeborg á heimavelli í dönsku úrvalsdeildinni.

Þessi lið mættust einnig í fyrr í vikunni, en þá hafði SönderjyskE einnig betur, 2-1. Eggert skoraði í þeim leik en í dag lét hann sér það nægja að hjálpa liðinu að halda hreinu.

Silkeborg er fallið úr deildinni, en SönderjyskE er í öðru sæti fallriðils númer eitt. Liðið er þremur stigum á undan Lyngby. Tvö efstu lið riðlanna tveggja tryggja sér áframhaldandi veru í deildinni, auk þess sem þau taka þátt í útsláttarkeppni gegn hvort öðru þar sem sigurvegarinn fer í umspilsleikinn um sæti í forkeppni Evrópudeildarinnar.

Viðar Örn kom inn á í ótrúlegum leik
Viðar Örn Kjartansson kom inn á sem varamaður eftir rúman klukkutíma þegar lið hans, Yeni Malatyaspor, tapaði á ótrúlegan hátt gegn Fenerbache í tyrknesku úrvalsdeildinni.

Fenerbache náði forystunni á 70. mínútu, en Viðar og félagar svöruðu því vel. Yeni Malatyaspor tók forystuna í leiknum á 89. mínútu, 2-1, en þeir enduðu á að tapa leiknum 3-2. Fenerbache skoraði tvö í uppbótartíma. Ótrúlegur lokasprettur í þessum leik.

Fenerbache er í sjötta sæti, en Yeni Malatyaspor er í 14. sæti, einu stigi frá fallsæti.

Sjá einnig:
Viðar Örn: Getum loksins farið að brosa á ný

Markalaust hjá CSKA og Willum spilaði hálftíma
Rússneska úrvalsdeildin er hafin á nýjan leik og gerði Íslendingalið CSKA Moskvu markalaust jafntefli gegn nágrönnum sínum í Dinamo Moskvu í dag.

Hörður Björgvin Magnússon og Arnór Sigurðsson voru báðir í byrjunarliði CSKA. Hörður spilaði allan leikinn, en Arnór var tekinn af velli á 77. mínútu. CSKA er í fimmta sæti með 37 stig.

Í Hvíta-Rússlandi spilaði Willum Þór Willumsson hálftíma þegar BATE Borisov tapaði óvænt á heimavelli gegn Dinamo Minsk, 2-0. Willum er að koma til baka eftir meiðsli, en BATE er enn á toppi deildarinnar með þriggja stiga forskot á næsta lið.

Andri Rúnar var ekki með
Í þýsku C-deildinni var Andri Rúnar Bjarnason ekki í leikmannahópi Kaiserslautern sem vann 3-0 sigur gegn Vitoria Köln. Andri hefur því miður ekki náð að sanna sig í Þýskalandi á tímabilinu. Meiðsli hafa strítt honum mikið.
Athugasemdir
banner
banner
banner