Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 27. júní 2020 09:00
Ívan Guðjón Baldursson
Solskjær: Getum ekki beðið í 23 ár eftir næsta deildartitli
Solskjær vonast til að vinna FA bikarinn og enda í topp fjórum í úrvalsdeildinni.
Solskjær vonast til að vinna FA bikarinn og enda í topp fjórum í úrvalsdeildinni.
Mynd: Getty Images
Manchester United hefur gengið vel á nýju ári og er Ole Gunnar Solskjær vongóður varðandi framtíð félagsins.

Liverpool vann sinn fyrsta deildartitil í þrjátíu ár í vikunni og hrósaði Solskjær erkifjendunum, þó hann hafi viðurkennt að það væri sárt. Hann segir að markmið Man Utd sé að láta ekki líða 23 ár að næsta deildartitli eftir sjö ár af lægð í kjölfarið af brottför Sir Alex Ferguson.

„Það verður ekki auðvelt fyrir neinn að endurtaka það sem Sir Alex gerði. Hann var meistari þegar kom að því að vinna deildina. Okkar áskorun er að láta ekki líða 23 ár áður en við vinnum deildina aftur," sagði Solskjær og skaut um leið á erkifjendurna.

„Við munum gera allt í okkar valdi til að brúa bilið á milli liðanna og taka framúr þeim."

Man Utd heimsækir Norwich í 8-liða úrslitum enska bikarsins í dag og telur Solskjær FA bikarinn geta markað tímamót í sögu félagsins. Félagið hefur ekki unnið titil í þrjú ár, síðan Jose Mourinho stýrði því til sigurs í enska deildabikarnum og Evrópudeildinni 2017.

„FA bikarinn er stórkostleg keppni. Það er mögnuð tilfinning að vinna bikarinn. Við erum búnir að byggja upp nýtt lið hérna og það væri stórkostlegt að vinna fyrsta bikarinn í sumar. Það gæti markað tímamót í sögu félagsins."

Solskjær vann FA bikarinn tvisvar sem leikmaður Man Utd, 1999 og 2004. Hann skoraði einnig eftirminnilegt sigurmark gegn Liverpool í fjórðu umferð bikarsins 1998-99.

„Ég man sem strákur heima í Noregi þá var bikarúrslitaleikurinn alltaf síðasti leikur tímabilsins og jafnframt hápunktur þess. Ég er ekki viss hvort unglingar í dag hafi fullan skilning á mikilvægi bikarsins en ég held að mínir leikmenn átti sig á því."
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Man City 32 22 7 3 76 32 +44 73
2 Arsenal 32 22 5 5 75 26 +49 71
3 Liverpool 32 21 8 3 72 31 +41 71
4 Aston Villa 33 19 6 8 68 49 +19 63
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Newcastle 32 15 5 12 69 52 +17 50
7 Man Utd 32 15 5 12 47 48 -1 50
8 West Ham 33 13 9 11 52 58 -6 48
9 Chelsea 31 13 8 10 61 52 +9 47
10 Brighton 32 11 11 10 52 50 +2 44
11 Wolves 32 12 7 13 46 51 -5 43
12 Fulham 33 12 6 15 49 51 -2 42
13 Bournemouth 32 11 9 12 47 57 -10 42
14 Crystal Palace 32 8 9 15 37 54 -17 33
15 Brentford 33 8 8 17 47 58 -11 32
16 Everton 32 9 8 15 32 48 -16 27
17 Nott. Forest 33 7 9 17 42 58 -16 26
18 Luton 33 6 7 20 46 70 -24 25
19 Burnley 33 4 8 21 33 68 -35 20
20 Sheffield Utd 32 3 7 22 30 84 -54 16
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner