Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 27. júní 2020 16:59
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn: Barcelona missteig sig gegn Celta
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Tvenna frá Luis Suarez dugði Börsungum ekki á útivelli gegn þrautseigu liði Celta Vigo í dag.

Börsungar komust yfir í fyrri hálfleik þegar Luis Suarez skallaði aukaspyrnu Lionel Messi í netið en heimamenn voru búnir að jafna í upphafi síðari hálfleiks.

Fedor Smolov skoraði þá eftir skyndisókn en ekki liðu tuttugu mínútur þar til Suarez skoraði sitt annað mark, aftur eftir stoðsendingu frá Messi.

Börsungar virtust vera að landa sigrinum þegar heimamenn fengu aukaspyrnu fyrir utan teig. Iago Aspas kom öllum að óvörum og lét vaða í nærhornið úr erfiðri stöðu.

Antoine Griezmann hoppaði furðulega upp í veggnum og virtist forða sér frá knettinum á meðan Marc-Andre ter Stegen stóð kyrr í markinu.

Börsungum tókst ekki að gera sigurmark á lokamínútunum og tvö töpuð stig í titilbaráttunni staðreynd. Barca er með eins stigs forystu á Real Madrid, sem heimsækir botnlið Espanyol á morgun.

Celta Vigo 2 - 2 Barcelona
0-1 Luis Suarez ('20 )
1-1 Fedor Smolov ('50 )
1-2 Luis Suarez ('67 )
2-2 Iago Aspas ('88 )

Fyrr í dag átti Athletic Bilbao leik við Real Mallorca og úr varð hörkuviðureign.

Heimamenn í Bilbao leiddu 2-0 í hálfleik eftir mörk frá Raul Garcia og Oihan Sancet en Ante Budimir minnkaði muninn fyrir gestina í síðari hálfleik.

Bæði lið fengu góð færi en boltinn rataði ekki í netið fyrr en Asier Villalibre innsiglaði sigur Bilbao með marki á lokamínútum leiksins.

Bilbao er aðeins tveimur stigum frá Evrópusæti sem stendur. Mallorca er aftur á móti í fallsæti, sex stigum frá öruggu sæti.

Athletic Bilbao 3 - 1 Mallorca
1-0 Raul Garcia ('16 , víti)
2-0 Oihan Sancet ('24 )
2-1 Ante Budimir ('70 , víti)
3-1 Asier Villalibre ('90 )
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Real Madrid 29 22 6 1 64 20 +44 72
2 Barcelona 29 19 7 3 60 34 +26 64
3 Girona 29 19 5 5 59 34 +25 62
4 Athletic 29 16 8 5 50 26 +24 56
5 Atletico Madrid 29 17 4 8 54 34 +20 55
6 Real Sociedad 29 12 10 7 42 31 +11 46
7 Betis 29 10 12 7 34 33 +1 42
8 Valencia 28 11 7 10 32 32 0 40
9 Getafe 29 9 11 9 37 42 -5 38
10 Villarreal 29 10 8 11 47 51 -4 38
11 Las Palmas 29 10 7 12 29 32 -3 37
12 Osasuna 29 10 6 13 33 43 -10 36
13 Alaves 29 8 8 13 26 35 -9 32
14 Mallorca 29 6 12 11 25 35 -10 30
15 Vallecano 29 6 11 12 25 38 -13 29
16 Sevilla 29 6 10 13 36 44 -8 28
17 Celta 29 6 9 14 32 44 -12 27
18 Cadiz 29 3 13 13 20 40 -20 22
19 Granada CF 28 2 8 18 30 58 -28 14
20 Almeria 29 1 10 18 28 57 -29 13
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner