Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
banner
   lau 27. júní 2020 21:54
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spánn: Diego Costa skoraði úr umdeildri vítaspyrnu
Costa var á skotskónum.
Costa var á skotskónum.
Mynd: Getty Images
Atletico Madrid og Osasuna báru sigra úr býtum í síðari tveimur leikjum dagsins í spænsku úrvalsdeildinni.

Atletico fór með sigur af hólmi gegn Alaves á heimavelli. Eftir markalausan fyrri hálfleik skoraði Saul á 59. mínútu og bætti Diego Costa við marki úr vítaspyrnu á 73. mínútu.

Vítaspyrnan var umdeild, en dóminn má sjá hérna.

Alaves minnkaði muninn seint í leiknum og lokatölur 2-1. Atletico er í þriðja sæti með 58 stig og er Alaves í 15. sæti með 35 stig. Osasuna vann Leganes þar sem sigurmarkið kom í uppbótartíma. Osasuna er í 11. sæti og Leganes í 19. sæti.

Atletico Madrid 2 - 1 Alaves
1-0 Saul ('59 )
2-0 Diego Costa ('73 , víti)
2-1 Joselu ('90 , víti)

Osasuna 2 - 1 Leganes
1-0 Enric Gallego ('9 )
1-1 Javier Aviles ('50 )
2-1 Enric Gallego ('90 )

Önnur úrslit:
Spánn: Barcelona missteig sig gegn Celta


Athugasemdir
banner
banner
banner