Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 27. júní 2020 14:54
Ívan Guðjón Baldursson
Svíþjóð: Ísak lagði upp tvö í fyrsta byrjunarliðsleiknum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Östersund 2 - 4 Norrköping
1-0 S. Kroon ('35)
1-1 Totte ('45, víti)
2-1 K. J. Attah ('51)
2-2 Totte ('69)
2-3 Simon Thern ('90)
2-4 Sead Haksabanovic ('95)

Hinn sautján ára gamli Ísak Bergmann Jóhannesson var í byrjunarliði Norrköping sem heimsótti Östersund í sænsku deildinni í dag.

Norrköping gjörsamlega stjórnaði leiknum en færanýtingin var ekki uppá marga fiska og komust heimamenn yfir með marki eftir skyndisókn á 35. mínútu.

Totte náði þó að jafna með marki úr vítaspyrnu og var staðan jöfn í leikhlé.

Heimamenn komust aftur yfir í upphafi síðari hálfleiks þegar þeir skoruðu úr annari skyndisókn.

Norrköping blés til aukinnar sóknar og jafnaði Totte leikinn á 69. mínútu, eftir lága fyrirgjöf frá Ísaki.

Gestirnir héldu stífri pressu og skilaði sóknarþunginn sér á 90. mínútu. Ísak átti þá aðra lága fyrirgjöf frá vinstri kanti sem rataði í lappirnar á Simon Thern. Thern kom knettinum í netið og fimm mínútum síðar innsiglaði Sead Haksabanovic sigurinn.

Norrköping er með fullt hús stiga eftir fjórar fyrstu umferðir sænska deildartímabilsins. Þetta var fyrsti byrjunarliðsleikur Ísaks í sænsku deildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner