Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 27. júní 2020 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Tevez ætlar að gefa öll launin sín í góðgerðarstarf
Tevez og DIego Maradona.
Tevez og DIego Maradona.
Mynd: Getty Images
Carlos Tevez, fyrrum sóknarmaður Man Utd og Man City, hóf atvinnumannaferilinn með Boca Juniors í Argentínu og ætlar að ljúka honum hjá sama félagi.

Þessi 36 ára gamli sóknarmaður hefur verið hjá Boca í tvö og hálft ár og er hann samningsbundinn félaginu þar til í desember.

Tevez segist ætla að vera áfram hjá Boca þrátt fyrir Covid pásu og ætlar hann að leggja 100% launa sinna í góðgerðarstarfsemi.

„Ég verð áfram hjá Boca. Samningurinn gildir til desember 2020 og ég mun gefa 100% launa minna í góðgerðarstarf," sagði Tevez.

„Ég á eftir að ákveða hvert launin mín munu renna en það verður skrifað í samninginn. Ég vil ekki peningana."
Athugasemdir
banner
banner
banner