Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 27. júní 2020 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Þýskaland í dag - Mikið undir hjá Gladbach og Leverkusen
Tekst Leverkusen að endurheimta fjórða sætið?
Tekst Leverkusen að endurheimta fjórða sætið?
Mynd: Getty Images
Lokaumferð þýska deildartímabilsins fer fram í dag. Allir níu leikirnir verða spilaðir samtímis og hefjast klukkan 13:30 á íslenskum tíma.

FC Bayern er búið að tryggja sér titilinn og Dortmund annað sætið en enn er barist um síðasta lausa Meistaradeildarsætið. Þar er Borussia Mönchengladbach í fjórða sæti sem gefur þátttökurétt í Meistaradeildina, tveimur stigum fyrir ofan Bayer Leverkusen.

Bæði liðin eiga heimaleiki í dag, Gladbach tekur á móti sterku liði Hertha Berlin á meðan Leverkusen mætir Mainz.

Þá eru Wolfsburg og Hoffenheim í baráttu um sjötta sætið sem gefur inngöngu í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Liðin eru jöfn á stigum fyrir lokaumferðina, en eiga leiki við toppliðin tvö Bayern og Dortmund.

Mikið er undir í fallbaráttunni þar sem Werder Bremen verður að leggja Köln að velli til að geta bjargað sér og unnið sér inn umspilsleik við 3. sætið í B-deildinni. Bremen er tveimur stigum eftir Fortuna Düsseldorf sem heimsækir Union Berlin.

Viaplay er með sýningarréttinn á þýska boltanum.

Leikir dagsins:
13:30 Union Berlin - Dusseldorf
13:30 Augsburg - Leipzig
13:30 Werder - Köln
13:30 Freiburg - Schalke
13:30 Dortmund - Hoffenheim
13:30 Wolfsburg - Bayern
13:30 Gladbach - Hertha
13:30 Leverkusen - Mainz
13:30 Frankfurt - Paderborn
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Leverkusen 29 25 4 0 74 19 +55 79
2 Bayern 29 20 3 6 82 36 +46 63
3 Stuttgart 29 20 3 6 67 34 +33 63
4 RB Leipzig 29 17 5 7 67 33 +34 56
5 Dortmund 29 16 8 5 57 34 +23 56
6 Eintracht Frankfurt 29 10 12 7 43 39 +4 42
7 Augsburg 29 10 9 10 47 46 +1 39
8 Freiburg 29 11 6 12 41 52 -11 39
9 Hoffenheim 29 10 6 13 49 57 -8 36
10 Heidenheim 29 8 10 11 42 50 -8 34
11 Gladbach 29 7 10 12 50 56 -6 31
12 Werder 29 8 7 14 36 49 -13 31
13 Union Berlin 29 8 5 16 25 45 -20 29
14 Wolfsburg 29 7 7 15 34 50 -16 28
15 Bochum 29 5 12 12 34 59 -25 27
16 Mainz 29 5 11 13 30 47 -17 26
17 Köln 29 4 10 15 23 51 -28 22
18 Darmstadt 29 2 8 19 28 72 -44 14
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner