Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 27. júní 2020 09:30
Ívan Guðjón Baldursson
Tíu stuðningsmenn Liverpool handteknir í fagnaðarlátunum
Mynd: Getty Images
Lögreglan í Liverpool staðfesti í gær að tíu stuðningsmenn knattspyrnufélagsins Liverpool, sem vann efstu deild á Englandi í fyrsta sinn í þrjátíu ár, hafi verið handteknir í fagnaðarlátunum á fimmtudagskvöldið og nóttina.

Chelsea lagði Manchester City að velli með tveimur mörkum gegn einu og óðu þúsundir stuðningsmanna Liverpool út á götur borgarinnar til að fagna, þrátt fyrir Covid-19 faraldurinn.

Stjórnarmenn Liverpool hvöttu stuðningsmenn til að fagna heima og virtu flestir þær ráðleggingar en þó voru margir sem gerðu það ekki. Það hefur vakið reiði og athygli í ljósi þess að Liverpool er meðal þeirra borga sem kom verst úr faraldrinum á Englandi.

Jürgen Klopp er meðal þeirra sem biðlaði til stuðningsmanna að fagna titlinum heima.
Athugasemdir
banner
banner
banner