Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 27. júní 2020 12:13
Ívan Guðjón Baldursson
Víðir Reynis: Sóttkví er okkar helsta vopn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Útsending er í gangi á X977 þar sem Víðir Reynisson var viðmælandi í útvarpsþættinum hjá Elvari Geir Magnússyni og Tómasi Þór Þórðarsyni.

Þeir ræddu um smitin þrjú sem hafa verið staðfest í Pepsi Max-deild karla, Pepsi Max-deild kvenna og 3. deild karla.

„Það er verið að meta hversu langt aftur þarf að fara í smitrakningu," sagði Víðir um smit í karlaliði Stjörnunnar.

Víðir ræddi um ferlið þar sem smitin eru rakin aftur í tímann og viðeigandi aðilar, sem áttu í samskiptum við þá sýktu, sendir í sóttkví.

Við getum því haldið áfram að búast við að leikmenn verði sendir í tveggja vikna sóttkví til að stöðva smitleiðir.

„Sóttkví er okkar helsta vopn gegn veirunni. 60% þeirra sem voru greindir með veiruna voru þegar í sóttkví. Leikmaðurinn sem þið ræðið um var í sóttkví þegar hann greindist með veiruna."

Víðir er í beinni útsendingu á X-inu 977 þessa stundina.

Útvarpsþátturinn Fótbolti.net er á X-inu alla laugardaga kl. 12-14. Umsjónarmenn þáttarins eru Tómas Þór Þórðarson og Elvar Geir Magnússon. Hægt er að finna þá á X samfélagsmiðlinum undir @tomthordarson og @elvargeir.

Smelltu hér til að hlusta á upptökur úr eldri þáttum.

Þú getur hlustað á X-ið á netinu með því að smella hérna

Íslenski boltinn - Smit í Pepsi Max og Viktor Karl gestur
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner