Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   mán 27. júlí 2020 21:21
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
2. deild: Lærisveinar Hemma náðu í stig gegn Kórdrengjum
Ondo gerði mistök en bætti upp fyrir þau.
Ondo gerði mistök en bætti upp fyrir þau.
Mynd: Hulda Margrét
Kórdrengir 1 - 1 Þróttur V.
0-1 Viktor Smári Segatta ('52 )
1-1 Loic Cédric Mbang Ondo ('72 )
Rautt spjald: Gunnar Júlíus Helgason , Þróttur V. ('41)
Lestu nánar um leikinn

Þróttur Vogum gerði sér lítið fyrir og náði í stig gegn Kórdrengjum á útivelli í 2. deild karla.

Það var hiti í fyrri hálfleik en engin mörk skoruð. Fyrsta mark leiksins kom í byrjun síðari hálfleiks þegar Viktor Smári Segatta skoraði fyrir gestina úr Vogunum eftir að Loic Ondo tapaði boltanum klaufalega.

Ondo bætti upp fyrir mistökin 20 mínútum síðar þegar hann jafnaði metin. „Maggi Matt tekur aukaspyrnu alveg uppvið endalínuna hægra meginn og boltinn ratar beint á hausinn á ONDOOO sem stangar hann í netið!!" skrifaði Anton Freyr Jónsson í beinni textalýsingu.

Bæði lið fengu tækifæri til að taka tvö stig til viðbótar en ekki urðu mörkin fleiri og 1-1 jafntefli niðurstaðan. Það eru átta umferðir búnar af deildinni og eru Kórdrengir, ótrúlegt en satt, ekki á toppnum. Liðið er í öðru sæti, einu stigi á eftir Haukum. Þróttur V. er með 13 stig í fimmta sæti.

Þess má geta að Þróttarar hafa ekki tapað leik frá því að Hermann Hreiðarsson tók við liðinu fyrr í þessum mánuði.
Athugasemdir
banner
banner
banner