Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Jökull: Þeir voru frábærir - Við áttum kannski ekkert skilið úr þessum leik
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
banner
   mán 27. júlí 2020 22:35
Anton Freyr Jónsson
Davíð Smári um dómarann: Maður má aldrei 'commenta' á svona
Davíð Smári, þjálfari Kórdrengja.
Davíð Smári, þjálfari Kórdrengja.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Úr því sem komið var, búnir að vera undir og vorum ekki alveg að finna taktinn, þá er ég svo sem sáttur með að ná stigi en fyrirfram var ekkert í boði nema þrjú stig. Við náðum ekki alveg takti í dag og erum ekki nægilega sáttir með það og því fór sem fór," voru fyrstu viðbrögð Davíðs Smára Lamude, þjálfara Kórdrengja, eftir 1-1 jafntefli gegn Þrótti Vogum í 2. deild karla.

Lestu um leikinn: Kórdrengir 1 -  1 Þróttur V.

Kórdrengir fengu úrval af færum í leiknum en ná bara að skora eitt mark. Hvað fór úrskeiðis í sóknarleik Kórdrengja í kvöld?

„Já það var líka þannig á móti Selfossi. Við vorum með algjöra yfirburði í þeim leik, en vorum í basli fyrir framan markið. Við vorum ekki með algjöra yfirburði í dag en við vorum samt sem áður í basli fyrir framan markið sem við erum að vinna í að laga."

Þórður Már, dómari, var ekki á deginum sínum í kvöld og var mikill hiti inn á vellinum. Mikill pirringur var inn á vellinum og sérstaklega í síðari hálfleik.

„Maður má aldrei commenta á svona, þá verður maður bara litinn einhverju hornauga. Það er erfitt að segja eitthvað um það. Ég vill helst bara segja sem minnst um það, þetta er bara eins og það er og við verðum að taka því sem kemur."

Leikurinn gat dottið báðum megin en það var sótt á báða bóga síðasta korterið í kvöld.

„Já, þetta opnaðist gríðrlega undir lokin. Við byrjum leikinn gríðarlega vel og vorum frábærir fyrstu 15-20 og það var upplegg okkar að byrja með krafti. Við vorum virkilega ósáttir með tapið á móti Selfossi og ætluðum að mæta hér til leiks í dag og sækja stigin þrjú. Svo róast leikurinn aðeins niður og fer að snúast um allt annað en fótbolta, mikið um baráttu og þetta verður svona baráttuleikur, verður hálf leiðinlegur fótbolti. Auðvitað hefðum við geta unnið þetta í lokin."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner