Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mán 27. júlí 2020 16:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ekki alveg ljóst í hvaða deild Wigan verður í á næstu leiktíð
Mynd: Getty Images
Eins og staðan er núna þá mun Wigan Athletic spila í C-deild á næstu leiktíð. Tólf stig voru tekin af félaginu eftir að það fór í greiðslustöðvun og þess vegna féll félagið. Ef ekki hefði verið fyrir þessi tólf stig þá hefði Wigan endað um miðja deild.

Wigan hefur áfrýjað þessum -12 stigum og verður sú áfrýjun tekin fyrir í lok mánaðarins. Svo gæti farið að niðurstöðunni verði breytt og Wigan verði áfram í Championship-deildinni.

Ef tólf stigum verður bætt við stigafjölda Wigan þá mun Barnsley fara niður í staðinn.

Verið er að reyna að finna nýja eigendur fyrir Wigan en hægt er að lesa um það sem gerðist fyrir félagið í greinni hér að neðan. Það er í rauninni lyginni líkast.

Sjá einnig:
Hvað gerðist eiginlega hjá Wigan?
Athugasemdir
banner
banner
banner