mán 27. júlí 2020 18:14
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Óli Stígs segir að Aron Snær hafi verið að spila meiddur
Aron Snær Friðriksson.
Aron Snær Friðriksson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólafur Stígsson, annar þjálfara Fylkis, segir að Aron Snær Friðriksson hafi verið að spila meiddur og því hann sé hvíldur í dag.

Fylkir er þessa stundina að spila gegn HK í Pepsi Max-deildinni. Beina textalýsingu má hérna.

Arnar Darri Pétursson er kominn inn í mark Fylkis í staðinn fyrir Aron Snæ sem er á bekknum.

Í viðtali við Stöð 2 Sport áður en leikurinn hófst sagði Óli Stígs: „Aron er búinn að vera að spila meiddur. Við þurftum bara að hvíla hann."

Arnar Darri er reynslumikill markvörður sem er að spila sinn fyrsta leik með Fylki í efstu deild. Hann kom í Árbæinn fyrir þetta tímabil frá Þrótti.

Leikur Fylkis og HK var fyrsti leikurinn sem flautaður var í gang í Pepsi Max-deildinni í kvöld. Alls eru fjórir leikir á dagskrá þennan mánudaginn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner