mán 27. júlí 2020 10:00
Magnús Már Einarsson
Óskar Hrafn: Viktor Karl á eitthvað í land
Viktor Karl Einarsson
Viktor Karl Einarsson
Mynd: Hulda Margrét
Viktor Karl Einarsson hefur verið fjarri góðu gamni í síðustu þremur leikjum Breiðabliks í Pepsi Max-deildinni en hann er að glíma við meiðsli. Ekki er ljóst hvenær hann snýr aftur á völlinn.

„Viktor Karl á eitthvað í land," sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, eftir 5-3 sigur liðsins gegn ÍA í gær.

Andri Rafn Yeoman fór meiddur af velli undir lok leiksins í gær.

„Andri Rafn verður fínt á fimmtudaginn fyrir leikinn á móti Gróttu. Annars er þokkalegt stand á mannskapnum," sagði Óskar.

Breiðablik fær Gróttu í heimsókn í Mjólkurbikarnum á fimmtudag en liðið mætir næst Stjörnunni í Pepsi Max-deildinni á þriðjudaginn í næstu viku.

Hér að neðan má sjá viðtalið við Óskar eftir leikinn í gær.
Óskar Hrafn: Tek svona mörk á mig
Athugasemdir
banner
banner