Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 27. júlí 2020 10:18
Magnús Már Einarsson
Rúnar: Vonandi getur Tobias verið út tímabilið hjá okkur
Tobias Thomsen.
Tobias Thomsen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, staðfesti eftir leik liðsins gegn KA í gær að framherjinn Tobias Thomsen hafi hug á að fara aftur heim til Danmerkur.

Tobias sagði í samtali við danska fjölmiðla í gær að hann vilji snúa aftur til heimalandsins og viti af áhuga félaga þar. Rúnar vonast til að Tobias klári þó tímabilið með KR áður en hann heldur heim á leið.

„Tobias er kominn með smá heimþrá. Hann tilkynnti okkur það og við ræddum það í góðu tómi. Ef hann vill fara þá fer hann. Hann er samningsbundinn út tímabilið og ætlar að reyna að klára tímabilið með okkur," sagði Rúnar eftir leikinn í gær.

„Ef það kemur tilboð í hann eða við finnum sameiginlega lausn þá er minnsta mál að leyfa honum að fara. Við þurfum kannski að vera klárir með einhvern í staðinn þannig að hópurinn okkar minnkar ekki því að við megum ekki við því."

„Hann er ánægður hjá okkur. Hann er að skila ofboðslega góðri vinnu fyrir okkur og við erum ánægðir með hann. Vonandi getur hann verið út tímabilið og svo farið sáttur heim."

Hér að neðan má hlusta á viðtalið í heidl.
Rúnar Kristins: Fannst við oft taka rangar ákvarðanir
Athugasemdir
banner
banner