mán 27. júlí 2020 13:30
Magnús Már Einarsson
Schmeichel: Að mínu mati er De Gea maðurinn
Peter Schmeichel.
Peter Schmeichel.
Mynd: Getty Images
Peter Schmeichel, fyrrum markvörður Manchester United, vill að David De Gea fái áfram traustið sem aðalmarkvörður liðsins.

De Gea hefur legið undir gagnrýni að undanförnu og enskir sérfræðingar hafa sumir hverjir kallað eftir því að Dean Henderson fái sénsinn eftir góða frammistöðu á láni hjá Sheffield United.

Í viðtali hjá Síminn Sport í gær sagði Schmeichel að hann vilji sjá De Gea fá traustið áfram.

„Já hann hef­ur gert mis­tök, en hann hef­ur þurft að breyta leikstíln­um sín­um þar sem liðið hef­ur breyst síðan hann kom. Hann hef­ur gert fjög­ur af­drifa­rík mis­tök og hann hef­ur fengið mjög mikla gagn­rýni," sagði Schmeichel.

„Ef Hend­er­son væri írsk­ur eða skosk­ur, væri þetta ör­ugg­lega ekki svona mikið mál, en hann er ensk­ur, svo að enska press­an vill að hann spili fyr­ir Manchester United. Að mínu mati er De Gea maður­inn. Hann hef­ur verið leikmaður árs­ins fjór­um sinn­um hjá Manchester United og hann verður ekki lé­leg­ur á ein­um degi."

Sjá einnig:
Eiður Smári grínaðist í Schmeichel: Þarf Leicester nýjan markvörð?


Athugasemdir
banner
banner
banner