mán 27. júlí 2020 18:57
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Svíþjóð: Aron kom inn á sem varamaður í hálfleik
Aron kom inn á sem varamaður.
Aron kom inn á sem varamaður.
Mynd: Getty Images
Aron Jóhannsson kom inn á sem varamaður í hálfleik þegar Hammarby vann þægilegan 3-0 sigur gegn Örebro á heimavelli í sænsku úrvalsdeildinni.

Staðan var 1-0 þegar Aron kom inn á, en Hammarby gekk frá leiknum með tveimur mörkum í síðari hálfleik.

Hammarby fer með sigrinum upp í áttunda sæti deildarinnar. Liðið hefur sótt 15 stig í 11 leikjum.

Aron, sem er 29 ára, hefur spilað í fimm af ellefu deildarleikjum Hammarby á tímabilinu og á enn eftir að skora. Meiðsli hafa eitthvað verið að stríða honum.

Íslendingarnir spiluðu ekki í Noregi
Í norsku B-deildinni spilaði Adam Örn Arnarson ekki með Tromsö og Arnór Smárason var ekki með Lilleström. Tromsö vann 1-0 sigur gegn Øygarden og Lilleström tapaði fyrir Åsane, 3-1.

Tromsö er á toppi deildarinnar með fullt hús stiga eftir fimm leiki og er Lilleström í áttunda sæti með sjö stig.
Athugasemdir
banner
banner