Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 27. júlí 2020 09:28
Magnús Már Einarsson
Þrír orðaðir við Man Utd - Barnes og Kabak til Liverpool?
Powerade
Jan Oblak er orðaður við Manchester United.
Jan Oblak er orðaður við Manchester United.
Mynd: Getty Images
Ensku slúðurblöðin eru í góðum gír í dag. Skoðum slúðurpakka dagsins.



James Ward-Prowse (25) hefur samþykkt nýjan samning hjá Southampton en hann er nú samningbundinn liðinu til 2025. (Telegraph)

Harvey Barnes (22) kantmaður Leicester er á óskalistanum hjá Englandsmeisturum Liverpool. (Mirror)

Manchester United ætlar að reyna að fá Jan Oblak (27) markvörð Atletico Madrid. (Sun)

Inter gæti boðið Ivan Perisic (31) til Manchester United í skiptum fyrir Alexis Sanchez. (Football Italia)

Manchester United vill líka fá Gabriel Magalhaes (22) varnarmann Lille. (Star)

Liverpool hefur spurst fyrir um tyrkneska miðvörðinn Ozan Kabak (20) hjá Schalke en Manchester City, Juventus og Dortmund hafa einnig lýst yfir áhuga á honum. (Mail)

Dortmund er að reyna að fá Jonathan Ikone (22) frá Lille en hann á að fylla skarð Jadon Sancho (20) sem gæti farið til Manchester United. (Times)

Mikel Arteta, stjóri Arsenal, gæti leitað á félagaskiptamarkaðinn og keypt varnarmann eftir meiðsli hjá Shkodran Mustafi (28). (Evening Standard)

Leeds er að reyna að fá miðjumanninn Jonathan David (20) frá Gent en Lille hefur einnig áhuga. (Express)

Edinson Cavani (33), framherji PSG, var líka á óskalista Leeds en hann er á leið til Benfica. (Todo Fichajes)

Celtic vill fá framherjann Albian Ajeti (23) frá West Ham. (Daily Record)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner