þri 27. júlí 2021 16:00
Fótbolti.net
Björn Daníel öðlast nýtt líf undir stjórn Óla Jó
Björn Daníel
Björn Daníel
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Björn Daníel Sverrisson hefur fengið talsvert stærra hlutverk í liði FH eftir að Ólafur Jóhannesson tók við sem þjálfari liðsins. Björn Daníel var einungis einu sinni í byrjunarliði FH á þessari leiktíð á meðan Logi Ólafsson var aðalþjálfari liðsins. Rétt eftir að Óli tók við sem þjálfari rann lánssamningur félagsins við Ágúst Eðvald Hlynsson út og þá varð leið Björns í byrjunarliðið greiðari.

Frá því að Ólafur tók við hefur Björn byrjað alla átta leiki FH og liðið hefur verið að spila betur. Björn hefur þá sjálfur átt flottar frammistöður.

Lestu um leikinn: ÍA 0 -  3 FH

Aðeins var komið inn á innkomu Björns Daníels inn í lið FH í Innkastinu sem tekið var upp eftir leiki síðustu umferðar í Pepsi Max-deildinni. FH vann ÍA 3-0 á útivelli í liðinni umferð.

„Mér finnst Björn Daníel hafa fengið svolitla endurnýjun lífdaga undir Óla Jó. Ég hélt einhvernveginn að hann væri búinn en mér fannst hann góður í þessum leik. Hann hefur verið mjöf fínn. Það væri gaman að fá að sjá glimpsur af gamla Birni Daníel," sagði Gunnar Birgisson.

Björn Daníel var til viðtals hér á Fótbolti.net eftir heimaleikinn gegn Sligo Rovers fyrir tæpum þremur vikum síðan. Þar tjáði hann sig um mínútufjöldann í upphafi móts.

„Ég er búinn að berjast við ákveðin meiðsli, ég var eiginlega allt síðasta tímabil með pirrandi meiðsli í hnénu sem aftraði því að ég gat beitt mér 100%. Það hélt áfram í vetur, ég lenti tvisvar í sóttkví og það aftraði því að ég næði að koma því í lag. Þetta stopp og allt þetta dæmi. Ég er smá aumur í hnénu eftir síðustu tvær vikur, leiki og æfingar. Það er gott að við fáum viku í hvíld núna," sagði Björn Daníel þann 8. júlí.

„Það er að sjálfsögðu gott að vera byrjaður að spila aftur. Ég vissi það alveg í byrjun tímabilsins að ég myndi ekki spila mikið en það var alltaf planið að koma sterkur inn í seinni partinn og það er undir mér komið að geta eitthvað núna," bætti miðjumaðurinn við.
Innkastið - KR lék sér að bráðinni og ótrúleg úrslit suður með sjó
Athugasemdir
banner
banner
banner