mið 27. júlí 2022 18:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Byrjunarlið Frakklands og Þýskaland: Hvort liðið fylgir Englandi í úrslitin?
Renard er á sínum stað í vörn Frakka
Renard er á sínum stað í vörn Frakka
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Frakkland og Þýskaland mætast í undanúrslitum á EM kvenna kl 19 í kvöld. Sigurvegarinn mætir heimakonum frá Englandi í úrslitum.


Corinne Diacre þjálfari franska liðsins stillir upp sama liði og vann Holland í 8 liða úrslitum eftir framlengingu. Selma Bacha kom af krafti af bekknum í þeim leik og má búast við því að hún taki þátt í kvöld.

Það er ein breyting á þýska liðinu sem vann Austurríki í 8 liða úrslitum. Þær neyðast til að gera þessa breytingu þar sem Karla Buhl greindist með Covid í aðdraganda leiksins. Jule Brand leysir hana af í sóknarlínunni.

Eins og fyrr segir hefst leikurinn kl 19 og er í beinni útsendingu á Rúv.

Frakkland: Peyraud-Magnin, Karchaoui, Renard, Mbock, Perisset, Geyoro, Bilbault, Toletti, Cascarino, Diani, Mallard.

Þýskaland: Frohms, Hendrich, Hegering, Oberdrof, Huth, Popp, Dabrtiz, Gwinn, Rauch, Magull, Brand.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner